Skip Navigation LinksHeim > Um vefinn > Um skjalasafn Arnarholts

Skjalasafn Arnarholts í Stafholtstumgum


Arnarholt í Stafholtstungum er bújörð í Borgarfjarðarhéraði. Fram til 1994 var þar stundaður hefðbundinn búskapur, en jörðin, er nú í eigu 16 fjölskyldna, sem stunda þar skógrækt, byggingu sumarhúsa og almenna útivist.

Á myndinni hér að ofan sést íbúðarhúsið ásamt útihúsum. Jörðin er í næsta nágrenni þéttbýliskjarnans Varmalands og liggur að hluta til að Norðurá. Vinstra megin á myndinni sér í þjóðveg 50, Borgarfjarðarbraut.  Arnarholt tilheyrði áður fyrr Stafholtstungnahreppi, sem nú er hluti sveitarfélagsins Borgarbyggðar.

Þessi vefur veitir notendum með tilskilin réttindi aðgang að skjalasafni jarðarinnar. Aðrir hlutar vefsins en skjalasafnið sjálft eru öllum opnir.